Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Græn skref Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum grænum skrefum Reykjavíkurborgar, átak borgarinnar til fá fyrirtæki á vegum borgarinnar til að taka upp grænni starfshætti.

Þetta er skemmtilegt verkefni og hefur að fyrirmynd Grænu skrifstofu Harvard háskóla (Harvard Green Office). Reyndar er síðan eiginlega of lík þeirra verkefni, en málstaðurinn er góðu.

Ég man eftir góðri umræðu Gísla Marteins um grænu skrefin, held jafnvel að hann hafi verið upphafsmaður verkefnisins. Endilega leiðréttið mig ef það er ekki rétt.

Þessi síða er frábær fyrirmynd fyrir önnur verkefni og ekki síst almenn fyrirtæki til að taka upp græna starfshætti. Þetta framtak gæti jafnvel stutt græna tilburði háskólanna sem ættu auðvitað að vera fyrirmyndir ekki síður en leikskólar og grunnskólar.

Auglýsingar

Íslandskort sem sýnir þau sveitarfélög sem flokka sorp Þóra Arnórsdóttir var með mjög áhugaverða og sterka fréttaskýringu í Kastljósinu 20. október síðastliðinn um endurvinnslu á höfuðborgarsvæðinu (Líklegt er að þessi hlekkur verði óvirkur innan 30 daga). Þar ræddi hún við Jón Þóri Frantzson, forstjóra Íslenska Gámafélagsins um endurvinnslu þeirra í nokkrum byggðarlögum á landsbyggðinni þar sem Stykkishólmur er klárlega fyrirmynd. Í viðtalinu veltir Þóra því upp af hverju í ósköpunum ekki sé unnið með svipuðum hætti á Höfuðborgarsvæðinu. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar sat fyrir svörum og kom vægast sagt mjög illa út og hafði þóra hann að spotti fyrir ummæli sín. Vitanað var einnig í bókun frá VG sem hægt er að sjá á myndinni hér að neðan:

Bókun VG í umhverfisráði

Sorpa svarar hressilega fyrir sig með heilsíðu í Fréttablaðinu í dag, 25.okt. Auglýsingin er birt vegna „villandi málflutnings um endurvinnslu úrgangs í Kastljósi 20. október sl.“

Þóra tók mjög beinskeitt á þessum mótbárum í Kastljós samdægurs (Umfjöllunin hefst á 16:15). Þóra bendir þar réttilega á að hvergi komi fram hver hinn villandi málflutningur hafi verið og að Sorpa leiðréttir í raun og veru ekki neitt sem sagt var í þættinum 20.október.

Við erum auðvitað mjög stollt af þessari umræðu Kastljóssins og Þóra stendur sig vel í að fjalla um þetta þarfa málefni.

Það er ótrúlegt að Reykjavíkurborg sýni ekki það frumkvæði og þor að vera leiðandi afl í endurvinnslu og sjálfbærni á landsvísu og í raun ætti borgin að vera það á heimsvísu.

Við erum eitt þeirra heimila sem borga fyrir að flokka, við, einsog oft hefur komið fram á þessari síðu, leigjum tunnu frá Íslenska Gámafélaginu, förum á grendarstöðvar og erum með eigin moltugerð.

The Plastiki Expedition

Skemmtileg síða um ferð ævintýramanna á skútu úr plastflöskum, yfir Kyrrahafið í gegnum plastflekann ógurlega.

The Plastiki Expedition.

Stofnaður hefur verið undirbúningshópur til að vinna verkefnið lengra. Unnið er eftir LEED og BREEAM kerfunum sem sett eru fram til að meta hve umhverfisvænar byggingar eru. Nánari upplýsingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar.

Vefur Reykjavíkurborgar – Vilja gera vistvæna byggð framkvæmanlega og hagkvæma.

Gaman að skoða Garbage Warrior í þessu samhengi.

ruslakarl_franceFín herferð í Frakklandi um endurvinnslu og rusl. Mjög myndræn og með mikla áherslu á vef. Töluvert betri en íslensk herferð sem gerð var í fyrra.

Hægt er að skoða heimasíðu verkefnisins og myndbönd á http://www.reduisonsnosdechets.fr/ (Eingöngu á frönsku en hún skýrir sig þó að mestu sjálf).

Fengið af www.adverblog.com

Grænþvottur – Greenwash

dv_greenwashSífellt fleiri fyrirtæki eru byrjuð að kynna grænar vörur, grænar þjónsutur og jafnvel farina ð fá vottun sem græn fyrirtæki. Með þessum fyrirtækjum spretta auðvitað önnur sem segjast vera græna, bjóða vörur sem látnar eru líta út fyrir að vera græn osfrv. Þetta kallast grænþvottur (e. greenwash). Mörg íslensk dæmi hafa sprottið upp nýlega um þetta athæfi. Græn áskrift DV lyktar ansi mikið af grænþvotti, þarna er verið að markaðsetja vöru græna þrátt fyrir að allt annað sem fyrirtækið geri hafi ekkert með umhverfisvernd að gera. Þarna er greinilega ekki nóg að segja netáskrift eða eitthvað í þeim dúr heldur græn áskrift gulrótin. Ætli umhverfisþenkjandi fólk falli fyrir þessu?

Endilega sendið okkur dæmi um íslenskan grænþvott hér í comments eða á graenland (hjá ) gmail.com

Rafmagnsbílar fyrir alla í vor?

Ágætis umfjöllun um rafmagnsbíla í Íslandi í dag (14.okt). 2012 að sýna Tesluna og kynna mögulega innrás rafmagnsbíla í vor. Bíll á svipuðu verði og Yaris og rafmagn í 3-5 ár.