Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘lambakjöt’

Undanfarið höfum við fengið mikil viðbrögð við Grænlandi. Flestir segja að þeir séu alltaf á leiðinni að verða grænni og að síðan virki sem hvatning til að láta verða af því. Það er mjög hvetjandi að fá svona ummæli og tilgangur síðunnar einmitt fyrst og fremst sá að fólk þurfi ekki að finna upp hjólið þegar það ætlar sér að verða grænna.

Margir minnast einnig á að flestar síður séu svo öfgafullar og að það sé mikilvægt að tala á mannamáli til byrjenda. Við erum algjörir byrjendur svo ekki er það flókið fyrir okkur.

Það er nú samt svolítið gert grín að okkur, því það sé greinilegt að annar aðilinn sé mikill áhugamaður um hjólreiðar og samgönguhjólreiðar. Það er rétt, en við ákváðum að skrifa um okkar nálgun og hvað okkur gengur vel með, hjólreiðar er líklega eitt auðveldasta og besta skrefið sem við höfum tekið.

Það að skrifa um lífræn matvæli og þá sérstaklega lambakjöt (1,2)hefur verið mjög vinsælt sérstaklega í formi umferðar frá leitarvélum, greinilegt að fólk er mikið að spá í hagkvæm og holl matarinnkaup þessa dagana.

En það eru greinilega fleiri í okkar sporum, nýlega rákumst við á MomGoesGreen.com. Ótrúlega svipað viðhorf og hjá okkur á Grænlandi. Þetta er samt auðvitað amerísk úthverfismamma og því ekki alveg sambærilegt okkur, en gaman að sjá að viðhorfið er ekki ólíkt. Önnur „konu-síða“ sem við fylgjumst með er LivingCarFree þar sem kona á miðjum aldri tekur upp á því að selja bílinn og hjóla, nota almenningssamgöngur og bílaleigubíla.

Read Full Post »

Rakst á athyglisverða síðu Græna hlekksins sem selur lífrænt ræktað grænmeti beint frá bónda og aðra matvöru í áskrift á netinum. Þetta er því raunverulegur online Farmers Market. Þetta er frábær viðbót við gott framtak Austurlambs sem selur lambakjöt beint frá bónda. Öll þessi umræða minnir mig svo á fallega síðu Farmers Market sem framleiða fatnað úr íslenskri ull.

Read Full Post »