Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘umhverfismerki’

pc100457Við höfum verið að prófa okkur áfram með umhverfisvæn hreinsiefni. Örtrefjaklútar eru kárlega komnir til að vera og sápunotkun hefur minkað til muna. Við erum að kaupa flest efni merkt umhverfismerkjum og reynum að sýna skynsemi við þrif. Við erum þó enn á því stigi að nota bæði þurkara og uppþvottavél enda vorum við með skýr markmið í upphafi um að reyna að gera þetta á þann hátt að það hafi ekki neikvæð áhrif á lífsgæði okkar. Uppþvottavél er gott dæmi um það, eitt af okkar uppáhálds heimilistækjum sem við viljum líklega síst missa, við viljum því reyna að nota hana á sem vistvænastan hátt. Á hinum endanum eru t.d. samgöngur, annað okkar hjólar til og frá vinnu og lítur á það sem aukin lífsgæði frekar en hitt.

Oft í þessu aðlögunarferli höfum við rekist á veggi. Við erum t.d. enn í vandræðum með moltugerðina okkar og við erum í sífeldum vandræðum með að útvega okkur lífræna poka fyrir lífræna sorpið. Nú síðast erum við að gefast upp á svansmerkta uppþvottaefninu sem við höfum verið að nota. Þetta er duft frá Euroshopper sem keypt er í Bónus á mjög samkeppnishæfu verði. Því miður eru gæðin slæm og sápan loðir við glösin að loknum þvotti þannig að við tókum þá ákvörðun í gær að fara aftur í gamla upþvottaefnið þar til við finnum eitthvað betra.

Þetta er í anda þess sem við ákváðum í upphafi að sýna sveigjanleika og finna nýjar leiðir ef þær fyrstu ganga ekki. Það er nú samt orðið þannig að maður á erfitt með að kaupa svona vörur í dag, manni svíður það svolítið að vera komin aftur með efni sem eru líklega skaðleg umhverfi sínu! Við lofum að finna betri lausn innan skamms.

Read Full Post »

svanurinnVið höfum aðeins verið að fikra okkur áfram í að kaupa umhverfisvottaðar vörur, sérstaklega ef við erum að kaupa sérstök matvæli eða hreinlætisvörur fyrir son okkar. Við rákum okkur strax á ákveðið ósamæmi í merkingum og að sum „grænu“ merkin voru alls ekki viðurkenndar vottanir. Á vef UST er að finna góðan lista yfir þau merki sem treystandi er.

Read Full Post »